Erlent

Þrír látnir eftir að bíll sprakk í Pennsylvaníuríki

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. AP/Harry Fisher
Þrír menn eru látnir eftir að bíll sprakk í Allentown í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum í gær. Fólki í nærliggjandi byggingum var skipað að halda kyrru fyrir á meðan að yfirvöld á staðnum rannsökuðu slysstað. Atvikið átti sér stað um klukkan 21:30 að staðartíma í gær. Þetta kemur fram á fréttavef AP.

Gert er ráð fyrir að krufning á mönnunum þremur fari fram á morgun mánudag. FBI kemur að rannsókn málsins og er þetta rannsakað sem saknæmt athæfi. „Við vitum að þarna átti sér stað eitthvað saknæmt. Við erum mjög viss um að gerandinn hafi dáið í sprengingunni,“ segir James Martin héraðssaksóknari um málið. Annars vildu yfirvöld ekki tjá sig frekar um ástæður sprengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×