Aldrei fleiri beðið eftir plássi í meðferð á Vogi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira