Tvær launahækkanir og eingreiðslur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:15 Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur." Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur."
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira