Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 10:44 Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Vísir/einar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember. Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember.
Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00
150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04