Guðmundur: Ævintýri frá upphafi til enda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 12:24 Guðmundur var ekki fjarri því að vinna Asíumótið með Barein en lið hans stóð í fjölþjóðlegu liði Katar. vísir/getty Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segir óvíst hvað taki við hjá sér nú þegar Asíumótinu í handbolta er lokið. Þar kom hann liði Barein í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði naumlega gegn Katar. „Ég er á förum aftur til Barein í kvöld og verð þar í nokkra daga áður en ég kem heim. Kannski býður kóngurinn okkur í heimsókn,“ sagði Guðmundur léttur í bragði er Vísir heyrði í honum í Suður-Kóreu í dag. Stóru verkefni lokið hjá okkar manni sem er himinlifandi með uppskeruna.Þreyttur á fjölmiðlafárinu „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi til enda. Margir skildu ekki af hverju ég fór í þetta starf. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Mig langaði að sjá hvað ég gæti hjálpað svona liði mikið. Ég var líka kominn með nóg af þessu fjölmiðlafári í Danmörku,“ segir Guðmundur en hann segir mikið hafa breyst hjá landsliði Barein síðan hann tók við því. „Liðið er búið að bæta sig rosalega mikið. Er ég kom í ágúst þá gat liðið varla hlaupið hraðaupphlaup skammlaust. Um eitt þúsund hraðaupphlaupsæfingum síðar þá eru þeir nú að verða alveg ágætir. Ég er búinn að kenna þeim að stimpla og leikaðferðir. Það voru engar leikaðferðir áður en ég kom. Það var enginn skilningur á því af hverju þetta og hitt var spilað. Ég þurfti líka að kenna þeim varnarleik og strategíu. Það eru búnir að vera endalausir myndbandsfundir. Þeir hafa aldrei fengið svona tilsögn og þjálfun áður. Það hafa þeir sagt mér. Það er því búið að vera ævintýri að taka þátt í þessu og upplifa svona.“Guðmundur er alltaf líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyStoltur af minni vinnu Þjálfarinn sigursæli segist koma úr þessu ævintýri reynslunni ríkari. „Það er frábært að fá að þjálfa í svona umhverfi og að kynnast öðrum menningarheimi. Varðandi æfingar og hugsun manna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í úrslitaleiknum gegn Katar og stoltur af minni vinnu. Ég verð bara að segja það og ætla ekkert að draga úr því. Við spilum virkilega vel á móti þrælsterku Katarliði,“ segir Guðmundur en ólíkt hans liði er uppistaðan í liði Katar leikmenn sem Katarar hafa fengið til þess að spila fyrir landslið þjóðarinnar. „Það var öll þjóðin í Barein að fylgjast með þessu og löndin við Persaflóa, fyrir utan Katar, líta á okkur sem sigurvegarana. Þannig tala menn. Ég er bara með heimamenn og þetta eru ekki einu sinni atvinnumenn í íþróttinni. Þeir komast stundum ekki á æfingar út af vinnu.“Ekki rætt við HSÍ Samningur Guðmundar við Barein var fram yfir Asíumótið og því velta menn því eðlilega fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá þjálfaranum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið. Ég er mjög þreyttur eftir þetta verkefni. Ég hef gefið jafn mikið af mér hér og ég hef gert annars staðar. Nú er ég búinn að vera í burtu frá fjölskyldunni í tvo mánuði. Ég hef unnið mjög hörðum höndum og er því búinn á því. Það er samt allt opið hjá mér í framhaldinu,“ segir Guðmundur sem ætlar að draga andann rólega næstu misserin. HSÍ er án landsliðsþjálfara þar sem samningur Geirs Sveinssonar við sambandið er að renna út. Hefði Guðmundur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik? „Ég vil ekki tjá mig um það þar sem það er ekki búið að bjóða mér það. Mér finnst því ekki vera við hæfi að tala um það,“ segir Guðmundur en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann sé að fara að taka við liðinu. Þjálfarinn gefur lítið fyrir slíkar sögur. „Það er nú ekki svo. Ég hef ekkert talað við HSÍ og þessar sögur eru ekki réttar. Svona er staðan í dag og við sjáum hvað setur hjá mér næst. Það er allt opið.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segir óvíst hvað taki við hjá sér nú þegar Asíumótinu í handbolta er lokið. Þar kom hann liði Barein í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði naumlega gegn Katar. „Ég er á förum aftur til Barein í kvöld og verð þar í nokkra daga áður en ég kem heim. Kannski býður kóngurinn okkur í heimsókn,“ sagði Guðmundur léttur í bragði er Vísir heyrði í honum í Suður-Kóreu í dag. Stóru verkefni lokið hjá okkar manni sem er himinlifandi með uppskeruna.Þreyttur á fjölmiðlafárinu „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi til enda. Margir skildu ekki af hverju ég fór í þetta starf. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Mig langaði að sjá hvað ég gæti hjálpað svona liði mikið. Ég var líka kominn með nóg af þessu fjölmiðlafári í Danmörku,“ segir Guðmundur en hann segir mikið hafa breyst hjá landsliði Barein síðan hann tók við því. „Liðið er búið að bæta sig rosalega mikið. Er ég kom í ágúst þá gat liðið varla hlaupið hraðaupphlaup skammlaust. Um eitt þúsund hraðaupphlaupsæfingum síðar þá eru þeir nú að verða alveg ágætir. Ég er búinn að kenna þeim að stimpla og leikaðferðir. Það voru engar leikaðferðir áður en ég kom. Það var enginn skilningur á því af hverju þetta og hitt var spilað. Ég þurfti líka að kenna þeim varnarleik og strategíu. Það eru búnir að vera endalausir myndbandsfundir. Þeir hafa aldrei fengið svona tilsögn og þjálfun áður. Það hafa þeir sagt mér. Það er því búið að vera ævintýri að taka þátt í þessu og upplifa svona.“Guðmundur er alltaf líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyStoltur af minni vinnu Þjálfarinn sigursæli segist koma úr þessu ævintýri reynslunni ríkari. „Það er frábært að fá að þjálfa í svona umhverfi og að kynnast öðrum menningarheimi. Varðandi æfingar og hugsun manna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í úrslitaleiknum gegn Katar og stoltur af minni vinnu. Ég verð bara að segja það og ætla ekkert að draga úr því. Við spilum virkilega vel á móti þrælsterku Katarliði,“ segir Guðmundur en ólíkt hans liði er uppistaðan í liði Katar leikmenn sem Katarar hafa fengið til þess að spila fyrir landslið þjóðarinnar. „Það var öll þjóðin í Barein að fylgjast með þessu og löndin við Persaflóa, fyrir utan Katar, líta á okkur sem sigurvegarana. Þannig tala menn. Ég er bara með heimamenn og þetta eru ekki einu sinni atvinnumenn í íþróttinni. Þeir komast stundum ekki á æfingar út af vinnu.“Ekki rætt við HSÍ Samningur Guðmundar við Barein var fram yfir Asíumótið og því velta menn því eðlilega fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá þjálfaranum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið. Ég er mjög þreyttur eftir þetta verkefni. Ég hef gefið jafn mikið af mér hér og ég hef gert annars staðar. Nú er ég búinn að vera í burtu frá fjölskyldunni í tvo mánuði. Ég hef unnið mjög hörðum höndum og er því búinn á því. Það er samt allt opið hjá mér í framhaldinu,“ segir Guðmundur sem ætlar að draga andann rólega næstu misserin. HSÍ er án landsliðsþjálfara þar sem samningur Geirs Sveinssonar við sambandið er að renna út. Hefði Guðmundur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik? „Ég vil ekki tjá mig um það þar sem það er ekki búið að bjóða mér það. Mér finnst því ekki vera við hæfi að tala um það,“ segir Guðmundur en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann sé að fara að taka við liðinu. Þjálfarinn gefur lítið fyrir slíkar sögur. „Það er nú ekki svo. Ég hef ekkert talað við HSÍ og þessar sögur eru ekki réttar. Svona er staðan í dag og við sjáum hvað setur hjá mér næst. Það er allt opið.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00