Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 14:36 Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“. Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“.
Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02