Fótbolti

Deilur Berglindar og Örnu við Verona koma í veg fyrir að þær séu valdar í íslenska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Vísir/Getty
Það vakti nokkra athygli að þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru ekki íslenska kvennalandsliðinu sem var valið í dag.

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson valdi í dag 23 leikmenn fyrir Algarve-mótið en þessar tvær sem spiluðu á Ítalíu fyrir áramót fá ekki að fara með.

„Það er ein breyting frá lokahópnum sem fór með mér til Spánar. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með og Sigrún Ella Einarsdóttir frá Fiorentina kemur inn,“ sagði Freyr en íslenska landsliðið spilaði æfingaleik á La Manga í síðasta mánuði.

„Ástæðan fyrir því að Berglind dettur út núna er eins og þið vitið þá eru Berglind og Arna Sif (Ásgrímsdóttir) á milli félaga eða án félags,“ sagði Freyr.

„Þær eru í deilum við Verona á Ítalíu. Við getum ekki tekið leikmenn með sem eru í fyrsta lagi ekki að æfa í félagsliði og í öðru lagi eru í þessum málum sem þær eru í,“ sagði Freyr.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir voru mjög ósáttar með það að ítalska félagið stóð ekki við sýna samninga og lét þær búa í óíbúðarhæfu húsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×