Innlent

Gæsastofnar hér við land dafna vel og varp helsingja eykst

Sveinn Arnarsson skrifar
Kristinn Haukur Skarpéðinsson dýravistfræðingur.
Kristinn Haukur Skarpéðinsson dýravistfræðingur. fréttablaðið/pjetur
Heiðargæsastofninn hefur verið í miklum vexti síðustu tvo áratugi og er nú um hálf milljón fugla í stofninum. Grágæsastofninn er stöðugri og er um hundrað þúsund fuglar. Veiðiálag er því hæfilegt.

„Gæsastofnar hér við land eru taldir að hausti á Bretlandseyjum. Við síðustu talningu er áætlað að heiðargæsin sé um hálf milljón fugla og hefur stofninn stækkað á síðustu árum nokkuð mikið þrátt fyrir veiði og önnur afföll. Grágæsastofninn er minni og stöðugri. Miðað við vetrartalningu telur hann nú um hundrað þúsund fugla,“ segir Kristinn.

Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

„Blesgæsinni hefur hins vegar fækkað mikið síðustu áratugina en þó hefur dregið úr fækkuninni síðustu ár en hún er alfriðuð hér á landi. Við teljum að stofninn sé um 20 þúsund fuglar, sem er nokkuð lítið,“ segir Kristinn Haukur. Þá er helsingi farinn að verpa í ríkari mæli.

„Við teljum að um tvö þúsund helsingjapör verpi í AusturSkaftafellssýslu og er um gríðarlega fjölgun að ræða,“ segir Kristinn Haukur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×