Fótbolti

Messi ekki á meðal þriggja efstu í fyrsta sinn í tólf ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah kemur til greina í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims.
Salah kemur til greina í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gaf í dag út hvaða þrír leikmenn koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Mesta athygli vekur að Lionel Messi er ekki á listanum.

Þeir sem eru tilnefndir eru þeir Cristiano Ronaldo, Luka Modric og Mohamed Salah. Allir fóru þeir á kostum á síðustu leiktíð og Modric var svo bestur á HM í sumar.





Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 sem Lionel Messi er ekki á meðal þriggja efstu. Síðast þegar Messi var ekki á topp þremur þá var Fabio Cannavaro valinn bestur, Zinedine Zidane varð annar og Ronaldinho þriðji.

Í kvennaflokki eru tilefndar Ada Stolsmo Hegerberg frá Noregi. Þýska stúlkan Dzenifer Maroszan og Marta hin brasilíska.





Í kjöri á þjálfurum ársins í karlaflokki eru tilnefndir þeir Zlatko Dalic, þjálfari Króata. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og svo Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari Real Madrid.

Reynald Pedros, þjálfari Lyon, Asako Takakura, þjálfari Japan, og Sarina Wiegman, þjálfari Hollands, eru tilnefnd í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×