Birtir mynd af skemmdunum á rúðu Icelandair-vélarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 09:45 Vélin sem sótti farþegana til Kanada lenti í morgun. Vísir/Vilhelm Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018 Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08
Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30