Sílóin rifin niður með gamla laginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Sílóin hafa staðið af sér tvær sprengingar en mæta nú vinnuvélum. vísir/anton brink „Hingað til höfum við farið eftir ráðleggingum sérfræðinga en nú tökum við þetta bara niður með okkar lagi,“ segir Þórarinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf. Work North sér um niðurrif á gömlu Sementsverksmiðjunni á Akranesi en það hefur vakið athygli undanfarna daga hve illa hefur gengið að fella fjögur síló sem standa á lóð verksmiðjunnar. Fyrsta atrenna átti sér stað síðasta laugardag síðasta árs en þá var dýnamít brúkað til verksins. Þeirri tilraun lauk með því að turnarnir halla nú nokkuð en standa enn. Önnur tilraun var gerð viku síðar, laugardaginn 6. janúar, en sprengiefnið beit ekki á geymunum sem hreyfðust ekki. „Við vildum flýta ferlinu með því að nota sprengiefni. Teikningarnar af sílóunum eru hins vegar gamlar og það er ekki alveg að marka þær. Í þeim er mikil steypa og mikið af steypustyrktarjárni. Skammt frá er 60 metra hár strompur sem á að lifa niðurrifið af þannig að það þurfti að vanda til verka,“ segir Þórarinn. Þórarinn á ekki von á því að reynt verði að sanna hið fornkveðna að allt sé þegar þrennt er. „Nú tökum við þetta bara niður með vélum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fóru leynt með sprenginguna á Akranesi til að forðast athygli Bæjarstjórinn á Akranesi segir verktakann við niðurrifið á Sementsverksmiðjunni ekki hafa gert bæjaryfirvöldum kleift að sinna upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa. Réðst í að reyna að sprengja niður rammgerð síló á laugardag. 4. janúar 2018 06:00 Þúsundir sérfræðinga eftir sementssprengingu Sú staðreynd að ekki tókst að fella fjögur síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var ein margra sviðsmynda sem uppi voru hjá verktakanum. Verktakinn segir að furðu margir Íslendingar virðist vera orðnir sprengjusérfræðingar. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
„Hingað til höfum við farið eftir ráðleggingum sérfræðinga en nú tökum við þetta bara niður með okkar lagi,“ segir Þórarinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf. Work North sér um niðurrif á gömlu Sementsverksmiðjunni á Akranesi en það hefur vakið athygli undanfarna daga hve illa hefur gengið að fella fjögur síló sem standa á lóð verksmiðjunnar. Fyrsta atrenna átti sér stað síðasta laugardag síðasta árs en þá var dýnamít brúkað til verksins. Þeirri tilraun lauk með því að turnarnir halla nú nokkuð en standa enn. Önnur tilraun var gerð viku síðar, laugardaginn 6. janúar, en sprengiefnið beit ekki á geymunum sem hreyfðust ekki. „Við vildum flýta ferlinu með því að nota sprengiefni. Teikningarnar af sílóunum eru hins vegar gamlar og það er ekki alveg að marka þær. Í þeim er mikil steypa og mikið af steypustyrktarjárni. Skammt frá er 60 metra hár strompur sem á að lifa niðurrifið af þannig að það þurfti að vanda til verka,“ segir Þórarinn. Þórarinn á ekki von á því að reynt verði að sanna hið fornkveðna að allt sé þegar þrennt er. „Nú tökum við þetta bara niður með vélum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fóru leynt með sprenginguna á Akranesi til að forðast athygli Bæjarstjórinn á Akranesi segir verktakann við niðurrifið á Sementsverksmiðjunni ekki hafa gert bæjaryfirvöldum kleift að sinna upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa. Réðst í að reyna að sprengja niður rammgerð síló á laugardag. 4. janúar 2018 06:00 Þúsundir sérfræðinga eftir sementssprengingu Sú staðreynd að ekki tókst að fella fjögur síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var ein margra sviðsmynda sem uppi voru hjá verktakanum. Verktakinn segir að furðu margir Íslendingar virðist vera orðnir sprengjusérfræðingar. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Fóru leynt með sprenginguna á Akranesi til að forðast athygli Bæjarstjórinn á Akranesi segir verktakann við niðurrifið á Sementsverksmiðjunni ekki hafa gert bæjaryfirvöldum kleift að sinna upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa. Réðst í að reyna að sprengja niður rammgerð síló á laugardag. 4. janúar 2018 06:00
Þúsundir sérfræðinga eftir sementssprengingu Sú staðreynd að ekki tókst að fella fjögur síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var ein margra sviðsmynda sem uppi voru hjá verktakanum. Verktakinn segir að furðu margir Íslendingar virðist vera orðnir sprengjusérfræðingar. 6. janúar 2018 07:00