Fótbolti

FIFA leggur til nýja átta þjóða keppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
FIFA vill hrista aðeins upp í fótboltaumhverfinu með endurnýjun á keppnisfyrirkomulagi sínu
FIFA vill hrista aðeins upp í fótboltaumhverfinu með endurnýjun á keppnisfyrirkomulagi sínu vísir/getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett fram tillögu um nýja alþjóðakeppni fyrir átta þjóðir á tveggja ára fresta. Keppnin mun bera nafnið „Final 8,“ eða Síðustu 8 á íslensku.

Keppnin myndi verða lokahnykkur alþjóðlegrar deildar sem svipar til Þjóðardeildar UEFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði ónefnda fjárfesta vera tilbúna til þess að borga 25 milljarða dollara fyrir réttinn að keppninni sem mun verða leikin október og/eða nóveber annað hvert oddatölu ár frá og með 2021.

Álfukeppnin, sem er haldin fjórða hvert ár, árið fyrir heimsmeistaramótið, mun á sama tíma verða lögð niður.

Ekkert er komið fram hvaða þjóðir myndu komast í þessa keppni og þá hefur hún ekki verið samþykkt af ákvarðanaráði FIFA.

Fyrsta ár Þjóðardeildar UEFA hefst í haust og þar er Ísland í riðli með Sviss og Belgíu í A-deild keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×