Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. júlí 2018 13:30 Erling Håland er fæddur árið 2000 vísir/getty Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018 Fótbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018
Fótbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira