Segir bændur hafa farið hamförum við skurðgröft og vill að þeir fylli upp í þá Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 7. janúar 2018 22:04 Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land. Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land.
Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45
Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00