Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. Vísir/Samsett Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira