Landsliðið beint í faðm fjölskyldu eftir heimkomu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 15:00 Engin opin rútuferð verður að þessu sinni. Vísir/Hanna Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55
Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27