Heimir setti nýtt íslenskt landsliðsþjálfaramet í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 12:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/EPA Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira