BROS-mót Hróksins fór fram í gær og tóku öll börnin í grunnskólanum í Kulusuk í Grænlandi þátt í mótinu. Nemendur skólans eru 35 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hróknum.
BROS-mótið var haldið í fjórða sinn í gær og er liður í Polar Pelagic-hátíð Króksins. Börnin Kenno Kalia, Julia Maratse, Qivi Sianiali og David Sianiali deildu efsta sætinu og hlutu öll gullverðlaun og annan glaðning. Þau hafa öll komið til Íslands á síðustu árum til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi.
Íbúar í Kulusuk, næsta nágrannabæ Íslendinga, eru nú um 250 og í tilkynningunni segir að Hrókurinn hafi um árabil átt frábæra samvinnu við Justine Boassen skólastjóra grunnskólans í Kulusuk, hennar góða kennaralið og aðra starfsmenn grunnskólans.
Erlent