Enski boltinn

Sjáðu það sem að fór fram á bak við tjöldin hjá Gylfa og Jóhanni á Turf Moor

Gylfi Þór Sigurðsson gerir sig kláran.
Gylfi Þór Sigurðsson gerir sig kláran. mynd/skjáskot
Everton komst aftur á sigurbraut á öðrum degi jóla þegar að liðið valtaði yfir Burnley, 5-1, á útivelli og náði þannig að svara fyrir 6-2 tapið gegn Tottenham um síðustu helgi.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þriðja mark Everton úr vítaspyrnu en Jóhann Berg Guðmundsson, sem hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu, kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik hjá Burnley.

Myndavélar í leikmannagöngunum eru orðnar mjög vinsælar og býður Everton stuðningsmönnum sínum reglulega upp á að sjá það sem er að gerast á bak við tjöldin í leikjum liðsins.

Leikmenn eru myndaðir þegar að þeir mæta til leiks, eru að gera sig klára og í upphitun en meira og minna allt nema leikurinn sjálfur er sýndur í þessum skemmtilegu myndböndum.

Hér að neðan má sjá það sem að gerðist á bak við tjöldin á Turf Moor á öðrum degi jóla þegar að Gylfi og félagar unnu sannfærandi sigur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×