Fótbolti

Ronaldo þarf að borga nítján milljónir evra í sekt fyrir skattsvik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Veskið á Ronaldo mun væntanlega ekki finna mikið fyrir þessari sekt.
Veskið á Ronaldo mun væntanlega ekki finna mikið fyrir þessari sekt. vísir/getty
Cristiano Ronaldo hefur komist að samkomulagi við spænsk yfirvöld um að borga háa fjárhæð vegna brot á skattalögum.

Ronaldo sem gekk i raðir Juventus í sumar hefur gengist við því að borga sekt sem hljóðar upp á nítjón milljónir evra.

Einnig fer kappinn í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en heimildamenn Sky Sports á Spáni greina frá þessu nú í kvöld og vitna í spænska miðla.

Saksóknarinn á Spáni ákærði Ronaldo fyrir skattsvik á árunum 2011-2014 sem hljóðuðu upp á tæplega 15 milljónir evra.

Saknsóknari sagði Portúgalann hafa notað önnur fyrirtæki utan Spánar til að fela fjárhæðir sem komu inn vegna höfundaréttar. Þetta snýst því ekki um laun hans hjá Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×