Innlent

Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV

Birgir Olgeirsson skrifar
Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.
Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar. Vísir/Vilhelm
Ríkisútvarpið er með mál Björns Braga Arnarsson til skoðunar en Björn Bragi hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningaþættinum Gettu betur.

Björn birti yfirlýsingu á Facebook þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára unglingsstúlku um liðna helgi.

Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins.

Björn Bragi hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur.

Á samfélagsmiðlum hefur komið fram áskorun til RÚV um að setja Björn Braga af sem spyril Gettu Betur í ljósi þessa máls.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir í samtali við Vísi að mál Björns Braga sé til skoðunar og vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir Ríkisútvarpið að sjálfsögðu meðvitað um málið. 

„Og erum með það til skoðunar eins og gefur að skilja. Meira gerum við ekki gefið upp að svo stöddu.“



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×