Með hverjum heldur þú? Þorvaldur Gylfason skrifar 28. júní 2018 07:00 Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjónvarpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og vonbrigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessarar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistaramótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöldinni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heimsmeistaratitilinn 11 sinnum, þar af Englendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land.Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóðræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Ameríkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar.En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýðræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kólumbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Transparency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðningi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrugvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjónvarpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og vonbrigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessarar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistaramótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöldinni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heimsmeistaratitilinn 11 sinnum, þar af Englendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land.Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóðræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Ameríkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar.En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýðræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kólumbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Transparency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðningi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrugvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar