Fótbolti

Samkomulag um að Mancini taki við Ítölum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mun Mancini stýra þjóð sinni inn á EM 2020?
Mun Mancini stýra þjóð sinni inn á EM 2020? vísir/getty
Roberto Mancini og ítalska knattspyrnusambandið hafa komist að samkomulagi um að Mancini taki við sem nýr landsliðsþjálfari karlalandsliðs Ítalíu. Heimildarmenn Sky á Ítalíu staðfesta þetta.

Mancini, sem gerði Manchester City að Englandsmeisturum, þjálfar Zenit St Pétursborg í dag. Hann fundaði með forráðamönnum ítalska knattspyrnusambandsins í gærkvöld.

Hann mun taka við ítalska liðinu eftir lokaumferðina í Rússlandi sem er spiluð 13. maí.

Gian Piero Ventura var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara eftir að hafa mistekist að koma Ítalíu á HM í Rússlandi í sumar.

Orðrómur var um að ítalska sambandið hefði boðið Carlo Ancelotti starfið og þá sagði Paolo Maldini að hann væri áhugasamur um stöðuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×