Fótbolti

Murty rekinn frá Rangers │ Gerrard kynntur á næstu dögum?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tekur Gerrard við af Murty?
Tekur Gerrard við af Murty? vísir/samsett mynd/getty
Graeme Murty hefur verið vikið úr starfi sem bráðabirgðastjóri skosta liðsins Glasgow Rangers eftir stórtap gegn erkifjendunum í Celtic um helgina.

Rangers tapaði leiknum 5-0 og fögnuðu nágranarnir skoska meistaratitlinum með sigrinum.

„Hann mun taka sér tíma í að skoða þær stöður sem í boði eru, meðal annars að snúa aftur í starf sitt hjá akademíu Rangers,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. Murty hefur verið við stjórnina síðan Pedro Caixinha var rekinn í desember.

Aðstoðarþjálfararnir Jimmy Nicholl og Jonatan Johansson munu stýra liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru á tímabilinu.

Samkvæmt fréttum síðustu daga hafa forráðamenn Rangers boðið Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool og stjóra unglingaliðs Liverpool, stjórastarfið hjá Rangers og eiga viðræður á milli Gerrard og Rangers að vera komnar vel á veg.

„Félagið vonast eftir því að geta tilkynnt frekar um stjóramál fljótlega,“ sagði í tilkynningu félagsins.


Tengdar fréttir

Rangers búið að bjóða Gerrard starf

Knattspyrnustjórastaða Glasgow Rangers býður eftir Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool og núverandi knattspyrnustjóra unglingaliðs Liverpool, samkvæmt heimildum BBC í Skotlandi.

Tekur Gerrard við Rangers?

Steven Gerrard kemur til greina sem einn af þjálfurum Rangers en þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar fyrr í dag. Hinn 37 ára gamli Gerrard er nú þjálfari hjá unglingaliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×