Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk. Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28