Sport

Enn fellur íslenskur íshokkíkappi á lyfjaprófi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki.
Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki. Vísir/Getty
Leikmaður Bjarnarins í Hertz-deild karla í íshokkí gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi vegna neyslu kannabisefna. RÚV greinir frá.



Í frétt RÚV segir að umræddur leikmaður hafi verið tekinn í lyfjapróf eftir 8-3 tap Bjarnarins gegn Skautafélagi Akureyrar nyrðra, þann 13.janúar síðastliðinn. Þar komu í ljós leifar af kannabisefnum í þvagsýni hans.

Segir jafnframt að leikmaðurinn hafi verið í bráðabirgðaleikbanni síðan og bíði þess nú að úrskurður frá dómstóli ÍSÍ liggi fyrir.

Er þetta þriðji íshokkímaðurinn til að falla á lyfjaprófi á innan við ári en fyrrum landsliðsmennirnir Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason voru dæmdir í fjögurra ára keppnisbann undir lok síðasta árs vegna steraneyslu.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×