Fótbolti

Dularfullur dróni á æfingasvæðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Drónar eru flestir búnir með myndvél eins og þessi sem tengist þó fréttinni ekki neitt.
Drónar eru flestir búnir með myndvél eins og þessi sem tengist þó fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty
Þjálfarar og leikmenn þýska knattspyrnuliðsins Hoffenheim voru allt annað en ánægðir þegar þeir uppgötvuðu dróna fljúgandi yfir æfingu liðsins á dögunum. En hvað var að hann mynda og fyrir hverja?

Hoffenheim blandaði þýsku lögreglunni í málið og er það nú í rannsókn.





Dróninn flaug nokkrum sinnum yfir æfingasvæði Hoffenheim á þriðjudaginn þegar leikmenn liðsins voru að undirbúa sig fyrir deildarleik á móti Werder Bremen.

„Flugmaður drónas fannst,“ segir í yfirlýsingu frá Hoffenheim en þar kom hvergi fram af hverju hann var að fljúga yfir svæðið eða hvað hann var að mynda. Voru útsendarar frá Werder Bremen að njósna eða var þetta bara einhver forvitinn að leika sér mér nýja drónann sinn?

Talsmaður þýska félagsins benti bara á lögregluna. „Við létum lögregluna fá málið í hendurnar og hún hefur hafið rannsókn,“ segir talsmaðurinn.

Hinn 31 árs gamli Julian Nagelsmann er á sínu fjórða tímabili með félagið en liðið er í sjöunda sæti þýsku deildarinnar með 24 stig í 16 leikjum.

Leik Werder Bremen og Hoffenheim lauk með 1-1 jafntefli en Hoffenheim mætir svo Mainz 05 á Þorláksmessu.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með Hoffenheim frá 2010 til 2012 og skoraði þá 9 mörk í 36 leikjum í þýsku deildinni. Hann var seinna lánaður til Swansea í hálft tímabil áður en Tottenham keypti hann af Hoffenheim sumarið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×