Fótbolti

Ísland mætir Eistlandi í stað Kúveit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason er einn af fáum reynsluboltum hópsins sem fer til Katar
Kári Árnason er einn af fáum reynsluboltum hópsins sem fer til Katar vísir/getty
Það hefur orðið breyting á landsliðsverkefni A-landsliðs karla í fótbolta í janúar, í stað þess að spila við Kúveit mun liðið mæta Eistum.

Íslenska landsliðið fer venju samkvæmt í æfingaferð í janúar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir. Þessi ferð er ekki á alþjóðlegum landsliðsglugga og því margir leikmenn sem fá að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum sem annars hefðu kannski ekki fengið tækifærið.

Í ár fer liðið til Katar og var á dagskránni að mæta Svíum og Kúveit en nú hefur það breyst og verður spilað við Svía og Eista.

Leikurinn við Svíþjóð er 11. janúar og við Eista þann 15. janúar.

Í gær var hópurinn sem fer í þetta verkefni tilkynntur en þar er að finna sjö leikmenn úr Pepsideildinni og fimm þeirra hafa ekki leikið landsleik fyrir Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×