Sárvantar fagfólk á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:53 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“ Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“
Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira