Sport

Fyrsta konan sem nær 1260 gráðu heljarstökki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Gasser er ríkjandi Ólympíumeistari.
Anna Gasser er ríkjandi Ólympíumeistari. Vísir/Getty
Austurríska snjóbreyttakonan Anna Gasser hefur skrifað nýjan kafla í sögu sinnar íþróttar þegar hún varð fyrsta konan sem nær 1260 gráðu heljarstökki.

Í 1260 gráðu heljarstökki þá fer hún þrjá og hálfan hring í loftinu áður en hún lendir.

Það má sjá þessi rosalegu tilþrif hjá henni hér fyrir neðan.





Gasser var búin að vera að tala um það að reyna við svona risastökk en ákvað síðan að vaða á það í Prime Park æfingamótinu á Stubai jökklinum í Austurríki.

Anna Gasser er 27 ára gömul og varð Ólympíumeistari í Pyeongchang fyrr á þessu ári. Hún vann einnig heimsmeistaratitil í fyrra og hefur unnið gull á tveimur síðustu X-leikum.







„Vanalega þegar ég ætla að reyna eitthvað nýtt þá veit ég það strax og ég vakna. Í dag var þetta öðruvísi. Aðstæðurnar voru svo góðar að ég lét bara vaða án þess að segja neinum frá því. Ég kláraði stökkið og er rosalega sátt með það,“ sagði Anna Gasser í viðtali við boardaction.eu.

„Þetta stökk var eitt af mínum stærri markmiðum en ég hélt að ég myndi nú ekki ná að lenda því svona snemma á tímabilinu,“ bætti Anna við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×