„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:45 Teikning úr dómsal. Peter Madsen snýr baki í teiknarann. Vísir/AFP Réttarhöld yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hófust að nýju í dag. Um er að ræða síðasta dag réttarhaldanna áður en dómur verður kveðinn upp í málinu. Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt Wall á hryllilegan hátt. Eins og áður verður stuðst við beina textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, frá réttarhöldunum. Einbeittur brotavilji og hárnákvæmt skipulag Saksóknari, Jakop Buch-Jepsen, flutti málið við réttarhöldin í dag. Hann sagði að fyrir það fyrsta benti ekkert til annars en að Madsen væri sekur. „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka,“ sagði saksóknari en lík Kim Wall fannst sundurlimað skömmu eftir að Madsen bauð henni út í kafbát sinn að kvöldi 10. ágúst árið 2017.Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Saksóknari taldi það fullkomlega ljóst að Madsen hefði myrt Kim Wall og að ástæðan að baki verknaðinum væri kynferðisleg. Madsen hafi framkvæmt voðaverkið viljandi og farið eftir hárnákvæmri, og fyrirfram skipulagðri, áætlun. Þá velti saksóknari því fyrir sér af hverju Madsen hafi skilið muni í eigu Wall, nærbuxur, hárspennur og glósubók, eftir í kafbátnum. Taldi saksóknari líklegast að Madsen hafi viljað halda eftir „verðlaunagrip“ eða nota munina til að koma fyrir fölskum sönnunargögnum fjarri kafbátnum. Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Vísir/AFP „Sjúklegur lygari“ Buch-Jepsen sagði framburð Madsens auk þess hafa verið ótrúverðugan frá upphafi. Þá hafi mat geðlæknis staðfest að Madsen væri „sjúklegur lygari.“ „Þetta var ein lygin á fætur annarri. Lygi, og undir það tekur umsögn geðlæknis, þar sem segir að hann sé sjúklegur lygari.“ Saksóknari minnti einnig á að Madsen hafi breytt framburði sínum ítrekað eftir því sem leið á rannsókn málsins. Madsen sagðist fyrst hafa skilið við Kim Wall á lífi við Refshaleoen að kvöldi 10. ágúst. Daginn eftir sagði hann að Wall hefði fengið hlera í höfuðið og dáið við höggið og að því búnu hafi hann hent líki hennar í sjóinn. Í október breytti hann aftur framburði sínum og sagði Wall hafa látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. „Ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem er jafn ótrúverðugt og framburður Peters Madsens,“ sagði saksóknari. Hann vildi einnig meina að vel gæti verið að Wall hefði verið á lífi langt fram eftir nóttu en Madsen heldur því fram að hún hafi látist um klukkan 23 að kvöldi 10. ágúst. Óhugnanleg myndbönd endurspeglast í áverkum á líki Kim Wall Þá hefur „afbrigðileg kynhegðun“ Madsen ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari til að mynda ótrúlega samsvörun milli klámfenginna og ofbeldisfullra myndbanda, sem Madsen hafði horft á og sýnt öðrum, og áverkanna sem Kim Wall hlaut. Þá vísaði saksóknari líka til SMS-skilaboða, sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Í þeim virðast Madsen og konan skipulegga einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli og skrifaði Madsen m.a. til konunnar að hann hygðist „binda hana fasta og stinga á hol með grillteini.“ Saksóknari fór að síðustu fram á að Madsen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagði lífstíðardóm grundvellast á því að ástæður að baki morðinu hafi verið kynferðislegar auk þess sem aðstæður hafi verið með eindæmum hryllilegar. Þar vísaði hann til þess að Madsen bútaði lík Wall niður og fleygði því í sjóinn. Hann hafi viljað komast upp með „hið fullkomna morð.“ Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Réttarhöld yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hófust að nýju í dag. Um er að ræða síðasta dag réttarhaldanna áður en dómur verður kveðinn upp í málinu. Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt Wall á hryllilegan hátt. Eins og áður verður stuðst við beina textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, frá réttarhöldunum. Einbeittur brotavilji og hárnákvæmt skipulag Saksóknari, Jakop Buch-Jepsen, flutti málið við réttarhöldin í dag. Hann sagði að fyrir það fyrsta benti ekkert til annars en að Madsen væri sekur. „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka,“ sagði saksóknari en lík Kim Wall fannst sundurlimað skömmu eftir að Madsen bauð henni út í kafbát sinn að kvöldi 10. ágúst árið 2017.Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Saksóknari taldi það fullkomlega ljóst að Madsen hefði myrt Kim Wall og að ástæðan að baki verknaðinum væri kynferðisleg. Madsen hafi framkvæmt voðaverkið viljandi og farið eftir hárnákvæmri, og fyrirfram skipulagðri, áætlun. Þá velti saksóknari því fyrir sér af hverju Madsen hafi skilið muni í eigu Wall, nærbuxur, hárspennur og glósubók, eftir í kafbátnum. Taldi saksóknari líklegast að Madsen hafi viljað halda eftir „verðlaunagrip“ eða nota munina til að koma fyrir fölskum sönnunargögnum fjarri kafbátnum. Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Vísir/AFP „Sjúklegur lygari“ Buch-Jepsen sagði framburð Madsens auk þess hafa verið ótrúverðugan frá upphafi. Þá hafi mat geðlæknis staðfest að Madsen væri „sjúklegur lygari.“ „Þetta var ein lygin á fætur annarri. Lygi, og undir það tekur umsögn geðlæknis, þar sem segir að hann sé sjúklegur lygari.“ Saksóknari minnti einnig á að Madsen hafi breytt framburði sínum ítrekað eftir því sem leið á rannsókn málsins. Madsen sagðist fyrst hafa skilið við Kim Wall á lífi við Refshaleoen að kvöldi 10. ágúst. Daginn eftir sagði hann að Wall hefði fengið hlera í höfuðið og dáið við höggið og að því búnu hafi hann hent líki hennar í sjóinn. Í október breytti hann aftur framburði sínum og sagði Wall hafa látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. „Ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem er jafn ótrúverðugt og framburður Peters Madsens,“ sagði saksóknari. Hann vildi einnig meina að vel gæti verið að Wall hefði verið á lífi langt fram eftir nóttu en Madsen heldur því fram að hún hafi látist um klukkan 23 að kvöldi 10. ágúst. Óhugnanleg myndbönd endurspeglast í áverkum á líki Kim Wall Þá hefur „afbrigðileg kynhegðun“ Madsen ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari til að mynda ótrúlega samsvörun milli klámfenginna og ofbeldisfullra myndbanda, sem Madsen hafði horft á og sýnt öðrum, og áverkanna sem Kim Wall hlaut. Þá vísaði saksóknari líka til SMS-skilaboða, sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Í þeim virðast Madsen og konan skipulegga einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli og skrifaði Madsen m.a. til konunnar að hann hygðist „binda hana fasta og stinga á hol með grillteini.“ Saksóknari fór að síðustu fram á að Madsen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagði lífstíðardóm grundvellast á því að ástæður að baki morðinu hafi verið kynferðislegar auk þess sem aðstæður hafi verið með eindæmum hryllilegar. Þar vísaði hann til þess að Madsen bútaði lík Wall niður og fleygði því í sjóinn. Hann hafi viljað komast upp með „hið fullkomna morð.“
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent