Erlent

Taj Mahal skemmdist í stormi

Kjartan Kjartansson skrifar
Bænaturnarnir voru fjögurra metra háir og hrundru í óveðrinu.
Bænaturnarnir voru fjögurra metra háir og hrundru í óveðrinu. Vísir/AFP
Tveir bænaturnar á hliði að Taj Mahal-hofinu á Indlandi brotnuðu í óveðri þar. Hofið er einn vinsælasti ferðamannastaður heims en allt að tólf þúsund manns heimsækja það á degi hverjum.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að bænaturnarnir tveir séu fjögurra metra háir en þeir voru hvor ofan á sínu hliðinu að hofinu. Vindstyrkurinn í óveðrinu náði allt að 36 m/s. Indversk yfirvöld segja að viðgerðir séu þegar hafnar.

Taj Mahal var reist á 17. öld en konungurinn Shah Jahan er sagður hafa látið reisa það til minningar drottingar sinnar, Mumtaj Mahal.

BBC segir að hofið liggi einnig undan skemmdum vegna vaxandi mengunar. Hætta er talin á að það geti misst gljáa sinn af völdum mengunar frá borginni Agra í nágrenninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×