Meirihluti lækna vill ekki Landspítala við Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 11:17 Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Vísir/Vilhelm Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira