Bregðast þurfi við ofgreiningu sjúkdóma Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. apríl 2019 08:00 Viðmið um hvað sé of hár blóðþrýstingur hafa breyst. Nordicphotos/Getty „Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira