Enski boltinn

Klopp: Veist hvað hefur verið sagt og skrifað og það er ekki rétt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp var sáttur í kvöld.
Klopp var sáttur í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með sína menn eftir stórsigur á Watford í kvöld og segir að margt sem hefur verið rætt og ritað um Liverpool sé ekki satt og rétt.

Spekingar hafa stigið fram eftir smá hikst Liverpool á síðustu vikum og sagt að þeir hafi misst flugið. Einnig hafa spekingar sagt að Liverpool geti einungis spilað eina tegund af fótbolta en Klopp segir það þvælu.

„Strákarnir sýndu hversu mikið þeir nutu leiksins og aðstæðanna. Þetta var mikilvægt. Þú veist hvað hefur verið sagt og skrifað um okkur. Þetta er auðvitað ekki rétt og drengirnir voru frábærir í kvöld og sýndu mikla ástríðu,“ sagði Klopp.

„Salah var ótrúlegur. Mane skoraði frábært mark. Allir miðjumennirnir voru frábærir. Báðir miðverðirnir voru stórkostlegir. Við unnum 5-0 svo þú talar ekki mikið um þá en þeir áttu sín augnablik. Alisson var einnig góður og það er mikið að tala um.“

Trent Alexander-Arnold átti frábæran leik í hægri bakverðinum í kvöld en hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp þrjú mörk.

„Allar þessar fyrirgjafir voru frábærar. Þetta var sérstakt kvöld. Hann skoraði frábært aukaspyrnumark síðast gegn Watford og ég man ekki eftir að hann hafi áður lagt upp þrjú mörk. Eða lagði hann ekki upp þrjú?“ sagði Þjóðverjinn léttur við blaðamann.

„Við viljum nýta kraftinn og gæðin okkar en þetta eru mismunandi leikir í deildinni. Watford breytti einnig leikplani sínu fyrir leikinn. Þú undirbýrð þig alltaf fyrir leiki á mismunandi hátt.“

„Við nýttum vængina vel og Mo Salah var eiginlega óstöðvandi. Þetta var mjög gott kvöld fyrir okkur og drengirnir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Klopp að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×