
Ungt fólk vill einnig flytjast búferlum enda býður tæknin upp á að margir geta unnið vinnuna sína hvar sem er í heiminum í dag. Þarna úti eru góðir barna- og grunnskólar og öll þjónusta sem þarf fyrir fjölskyldufólk. Á Spáni er mun ódýrara að lifa en hér á Íslandi, matarkarfan er ódýrari og öll þjónusta í heilbrigðiskerfinu, lyfjakostnaður einnig, þar er ódýrara að fara út að borða og ódýrara að versla. Það er meðal annars þessi þægilegi lífsstíl sem við eigum við með slagorði okkar „Lúxus á Spáni“,“ segir Aðalsteinn.

Domusnova býður eingöngu nýbyggingar og þá sérstaklega á svæðinu norðan við borgina Alicante, nánar tiltekið á Finestrat svæðinu upp við Benidorm. „Á þessu svæði hefur viðskiptavinurinn úr nokkrum íbúðakjörnum að velja sem eru vel hannaðir og útbúnir öllum þeim þægindum sem fylgir því að lifa í lúxus. Svæðin eru til að mynda afmörkuð og lokuð með öryggisgæslu sem veitir eigendum auka öryggi, sérstaklega ef fasteignin stendur ónotuð í einhvern tíma.
Í nánasta nágrenni má svo finna alla helstu þjónustu,” segir Aðalsteinn. Einnig má finna ýmsa afþreyingu, hvort sem er til hreyfingar eða afslöppunar og má þá nefna golfvelli, skemmtigarðinn Terra Mitica, gönguleiðir, líkamsrækt, nudd og spa.


Allar spánareignirnar á söluskrá Domusnova eru ýmist í byggingu eða nýbyggðar og segir Aðalsteinn að um nýjan og hagkvæmari byggingastíl að ræða en þann stíl sem aðallega var byggt í fyrir um 10-15 árum.
„Áherslur hafa breyst í byggingaframkvæmdum á Spáni á síðustu árum. Nú er áherslan lögð á gæði umfram magn. Stíllinn er nútímalegur og fellur vel að norður evrópskum og skandinavískum smekk. Þessar byggingar skera sig úr, nýju byggingarnar eru stílhreinar, hvítar og með stórum gluggum. Þær mæta nýjum stöðlum Evrópusambandsins varðandi orkuhagkvæmni og er orkukostnaður minni í nýjum byggingum en í eldri eignum. Það er því mun hagkvæmara til langs tíma að reka nýja fasteign,“ útskýrir Aðalsteinn.

„Samstarfsaðilar okkar, Gua properties hjá Global Urban Advisors, vinna eingöngu með traustum verktökum sem hafa 30 – 50 ára reynslu í byggingabransanum og hafa gott orðspor. Hverri byggingu fylgir greinargóð skilalýsing á því sem kaupandi á að fá við afhendingu og ef eitthvað stenst ekki er byggingaraðilans að bæta það. Byggingaraðili veitir tíu ára ábyrgð á byggingunni,“ segir Aðalsteinn.

Lánakjör á Spáni eru góð að sögn Aðalsteins, yfirleitt eru um 3 - 4% vextir á lánum og er lánað upp að 70 % af kaupverði. Á kynningarfundinum á morgun mun spænski samstarfsaðili Domusnova kynna starfsemi sína og hvernig kaupferlið gengur fyrir sig. Einnig mun fólki bjóðast að skrá sig í sýningarferðir til Spánar.
„Ef að fólk hefur áhuga á að koma út til Spánar til að skoða þessar eignir líkt og við höfum sjálfir gert, þá mun fólk virkilega finna hve frágangurinn er vandaður og hvað þetta eru glæsilegar eignir sem við erum að bjóða fólki að kaupa. Við bjóðum svo allt að 150.000 krónur endurgreiddar til að koma til móts við ferðakostnað ef keypt er fasteign hjá okkur, hvort sem það fer á eigin vegum eða með okkar aðstoð,“ útskýrir Aðalsteinn.

Nánari upplýsingar á www.domusnova.is
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Domusnova.