Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 14:30 Sara Björk svekkt eftir að Ísland missti af sæti á EM síðasta sumar. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25