Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 14:30 Sara Björk svekkt eftir að Ísland missti af sæti á EM síðasta sumar. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25