Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Nokkur hundruð manns tóku þátt í mótmælum sem hófust við Hallgrímskirkju síðdegis þar sem fyrirhugaðri brottvísun tveggja afgangskra fjölskyldna var mótmælt. Greint verður nánar frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við Salvöru Nordal, umboðsmann barna, en hún segir stjórnvöld eiga að tryggja að hvert mál sé skoðað með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þrír fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í dag sýknaðir af ákæru í umbossvikamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Rætt verður við verjanda eins þeirra sem segir óboðlegt hve langan tíma málsmeðferðin hefur tekið.

Við segjum einnig frá því að sex manns ætla að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna líkamsleitar sem lögregla gerði á þeim við leit að fíkniefnum á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þá verður rætt við unga konu sem var flokkuð sem „negríti“ þegar hún mætti í mæðravernd. Orðalaginu, sem þykir niðrandi, var ekki breytt í sjúkraskrá fyrr en fyrr á þessu ári.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×