Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir skýrslu Seðlabanka Íslands um neyðarlánið til Kaupþings 2008. Skýrslan var kynnt í dag en hún hefur verið í vinnslu í fjögur ár.

Við tökum einnig stöðuna á Alþingi þar sem umræður um Þriðja orkupakkann héldu áfram. Í dag var sjöundi þingfundurinn þar sem síðari umræðuna um tillöguna fer fram. Hægt sé að halda málinu gangandi nánast út í hið óendanlega haldi þingmenn Miðflokksin uppteknum hætti með því að fara í andsvör hvorn við annan.

Við höldum áfram að fjalla um auðkennisþjófnað sem lögreglan segir mikla aukningu á. Auðkennisþjófnaður er ekki refsiverður samkvæmt íslenskum lögum og því lítið sem lögreglan geti gert þegar slík mál komi upp. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennisþjófnað.

Við fjöllum um úrslit Evrópuþingkosninganna, segjum frá samkomulagi Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu nýs Herjólfs og greinum frá mótmælum barna í Háteigshverfi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Sjómannaskólareitnum.

Þá fylgjumst við með slætti sem er hafinn í Fljótshlíð, þremur vikum á undan áætlun.

Þetta og meira til í kvöldfréttum að samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá klukkan 18:30

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×