Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. apríl 2019 08:00 Sex vikur eru eftir af þingvetrinum. vísir/vilhelm Mikið mun mæða á nefndum þingsins á síðustu vikum yfirstandandi þings. Einkum þó á atvinnuveganefnd þar sem mörg stór og umdeild mál eru til meðferðar. Má þar nefna frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti, frumvarp um aflaheimildir í makríl, tvö frumvörp um fiskeldi og frumvarp sem ætlað er til að bregðast við vanda sauðfjárbænda. Þá er enn ótalið stærsta málið; þriðji orkupakkinn sem er til umfjöllunar bæði í atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd.Umdeild velferðarmál Þingkonan Halldóra Mogensen verður með tvær af rótgrónustu stofnunum samfélagsins í fanginu þetta vorið en hún er ekki aðeins formaður velferðarnefndar heldur einnig framsögumaður tveggja umdeildra mála sem þar eru til meðferðar. Annars vegar er um að ræða frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gagnrýnt frumvarpið mjög af lagatæknilegum ástæðum og hefur ríkissaksóknari tekið undir þá gagnrýni. Búast má við töluverðri vinnu við frumvarpið á vettvangi velferðarnefndar, eigi það að verða að lögum í vor. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof hefur hins vegar kallað á mikla gagnrýni trúargeirans og er frumvarpið einnig umdeilt í mörgum flokkum. Málið snertir á siðferðilegum álitaefnum um lífið sjálft, hvenær það telst kviknað og hvenær réttindavernd þess hefst.Mál sem gætu klofið Framsókn Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti og eggjum gæti reynst Framsóknarflokknum erfitt. Mikil óánægja er með frumvarpið í grasrót flokksins og þeir flokksmenn sem Fréttablaðið ræddi við í síðasta mánuði voru sammála um að frumvarpsdrögin gengju of langt, ótækt væri að leyfa innflutning á hráu kjöti og að flokksforystan hlyti að koma í veg fyrir það. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa talað mjög gegn frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði málið fullveldismál í fyrstu umræðu um málið á Alþingi. „Með þessu væri ekki aðeins verið að bæta við þá efnahagslegu ógn sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir heldur væri verið að skapa nýja og mjög umtalsverða ógn við heilbrigði íslenskra manna og dýra,“ sagði Sigmundur í ræðustól og hvatti stjórnarflokkana til að standa á fyrri prinsippum flokka sinna í málinu. Frumvarp, sem ætlað er að bregðast við vanda sauðfjárbænda, gæti haft mótvægisgildi við frosna kjötið en Fréttablaðið hefur einnig greint frá lítilli trú flokksmanna í Framsókn á aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna vanda sauðfjárbænda. Þriðji orkupakkinn er undir sömu sök seldur og frosna kjötið. Í öndverðu mjög umdeilt mál í stjórnarflokkunum og ekki síst í Framsókn. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru þó einu flokkarnir sem standa fast gegn samþykkt.Laxinn Fiskeldismálin hafa verið eitt af stóru pólitísku málum vetrarins. Tvö frumvörp eru til umfjöllunar í atvinnuveganefnd; annars vegar um heildarendurskoðun fiskeldislaga og hins vegar um gjaldtöku í greininni.Kvótakerfið fest í sessi „Það er verið að setja reglur um tiltölulega nýja auðlind og festa hana við gamalt kerfi og umdeilt kerfi. Það er hvorki verið að opna á tækifæri fyrir nýliðun né innheimta sanngjarnt auðlindagjald,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, formaður Viðreisnar, um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra.Efnahagsmálin Tvö stór stefnumarkandi mál bíða afgreiðslu þingsins á sviði efnahagsmála. Annars vegar frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð og hins vegar mál forsætisráðherra um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipulagi Seðlabankans. Þjóðarsjóður: Flestir sem veitt hafa umsögn um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta óvæntum áföllum ríkissjóðs, hafa verið gagnrýnir á málið, ýmist á hugmyndina í heild sinni eða útfærslu frumvarpsins. Meðal gagnrýnenda eru ASÍ, Viðskiptaráð, fjármálaeftirlitið, Frosti Sigurjónsson og fleiri. Í umsögnum er meðal annars bent á að óheppilegt sé að sama aðila verði falið að annast vörslu sjóðsins, eignastýringu og annan rekstur. Brugðist hefur verið við gagnrýninni í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til þingsins. Umdeildur samruni Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Áform um sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafa hlotið töluverða gagnrýni, meðal annars frá bankaráði Seðlabankans, um að ekki fari vel á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á rannsóknum og eftirliti annars vegar og hins vegar um leið þeirri kjarnastarfsemi Seðlabankans að móta peningastefnu og vera til ráðgjafar um stjórn efnahagsmála landsins. Undir þessa gagnrýni hefur Már Guðmundsson tekið að nokkru leyti og einnig umboðsmaður Alþingis sem sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um málefni Seðlabankans sama dag og málið var lagt fram á þingi. Í frumvarpi forsætisráðherra er lagt til að seðlabankastjórar verði fjórir og stýri hver um sig aðgreindum deildum Seðlabankans. Með því fyrirkomulagi verði ólík hlutverk stofnunarinnar frekar aðgreind. Fjármálaáætlun Útlit er fyrir umfangsmiklar breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna brostinna forsendna um hagvöxt, aflabrests, samdráttar í ferðaþjónustu, falls WOW air, kjarasamninga o.fl.Listageirinn ær vegna sviðslista Frumvarp menntamálaráðherra um sviðslistir kallaði fram hörð viðbrögð úr listageiranum þegar það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.Fjölmiðlar og tjáningarfrelsi Mörg frumvörp tengd fjölmiðlum og tjáningarfrelsi eru til meðferðar í þinginu eða væntanleg til þings. Fjölmiðar hafa gagnrýnt fyrirhugaða þrengingu á myndatökum í dómsölum og áhyggjum lýst af breyttu fyrirkomulagi á birtingu dóma. Frumvarp sem fjallar um þessi atriði er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Annað mjög umdeilt frumvarp um hatursorðræðu bíður einnig meðferðar hjá nefndinni en markmið þess er að orða tiltekinn alvarleika ummæla til að þau teljist hatursorðræða. Er með frumvarpinu brugðist við gagnrýni á hatursorðræðuákvæði hegningarlagana sem leggur til dæmis bann við því að hafa megi uppi móðgangdi ummæli um trúarbrögð fólks. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt, einkum á þeim grundvelli að um tilslökun gagnvart útlendingaandúð sé að ræða. Enn eitt tjáningarfrelsisfrumvarpið lýtur að einföldun á ákvæðum um þagnarskyldu opinberra starfsmanna en flókin umgjörð um þau þykir hafa staðið því fyrir þrifum að opinberir starfsmenn geti komið á framfæri málum sem eiga erindi til almennings. Breytingar á upplýsingalögum eru til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en frumvarpið fellir bæði stjórnsýslu dómstóla og Alþingis undir gildissvið laganna. Frumvarp um breytingar á meiðyrðalöggjöfinni hefur ekki verið lagt fram á þingi en það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir nokkru. Viðbúið er að átök verði um boðað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við fjölmiðla en frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Búast má við miklum skoðanaskiptum um málið ekki eingöngu eftir flokkslínum heldur einnig innan flokka. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Mikið mun mæða á nefndum þingsins á síðustu vikum yfirstandandi þings. Einkum þó á atvinnuveganefnd þar sem mörg stór og umdeild mál eru til meðferðar. Má þar nefna frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti, frumvarp um aflaheimildir í makríl, tvö frumvörp um fiskeldi og frumvarp sem ætlað er til að bregðast við vanda sauðfjárbænda. Þá er enn ótalið stærsta málið; þriðji orkupakkinn sem er til umfjöllunar bæði í atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd.Umdeild velferðarmál Þingkonan Halldóra Mogensen verður með tvær af rótgrónustu stofnunum samfélagsins í fanginu þetta vorið en hún er ekki aðeins formaður velferðarnefndar heldur einnig framsögumaður tveggja umdeildra mála sem þar eru til meðferðar. Annars vegar er um að ræða frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gagnrýnt frumvarpið mjög af lagatæknilegum ástæðum og hefur ríkissaksóknari tekið undir þá gagnrýni. Búast má við töluverðri vinnu við frumvarpið á vettvangi velferðarnefndar, eigi það að verða að lögum í vor. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof hefur hins vegar kallað á mikla gagnrýni trúargeirans og er frumvarpið einnig umdeilt í mörgum flokkum. Málið snertir á siðferðilegum álitaefnum um lífið sjálft, hvenær það telst kviknað og hvenær réttindavernd þess hefst.Mál sem gætu klofið Framsókn Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti og eggjum gæti reynst Framsóknarflokknum erfitt. Mikil óánægja er með frumvarpið í grasrót flokksins og þeir flokksmenn sem Fréttablaðið ræddi við í síðasta mánuði voru sammála um að frumvarpsdrögin gengju of langt, ótækt væri að leyfa innflutning á hráu kjöti og að flokksforystan hlyti að koma í veg fyrir það. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa talað mjög gegn frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði málið fullveldismál í fyrstu umræðu um málið á Alþingi. „Með þessu væri ekki aðeins verið að bæta við þá efnahagslegu ógn sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir heldur væri verið að skapa nýja og mjög umtalsverða ógn við heilbrigði íslenskra manna og dýra,“ sagði Sigmundur í ræðustól og hvatti stjórnarflokkana til að standa á fyrri prinsippum flokka sinna í málinu. Frumvarp, sem ætlað er að bregðast við vanda sauðfjárbænda, gæti haft mótvægisgildi við frosna kjötið en Fréttablaðið hefur einnig greint frá lítilli trú flokksmanna í Framsókn á aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna vanda sauðfjárbænda. Þriðji orkupakkinn er undir sömu sök seldur og frosna kjötið. Í öndverðu mjög umdeilt mál í stjórnarflokkunum og ekki síst í Framsókn. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru þó einu flokkarnir sem standa fast gegn samþykkt.Laxinn Fiskeldismálin hafa verið eitt af stóru pólitísku málum vetrarins. Tvö frumvörp eru til umfjöllunar í atvinnuveganefnd; annars vegar um heildarendurskoðun fiskeldislaga og hins vegar um gjaldtöku í greininni.Kvótakerfið fest í sessi „Það er verið að setja reglur um tiltölulega nýja auðlind og festa hana við gamalt kerfi og umdeilt kerfi. Það er hvorki verið að opna á tækifæri fyrir nýliðun né innheimta sanngjarnt auðlindagjald,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, formaður Viðreisnar, um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra.Efnahagsmálin Tvö stór stefnumarkandi mál bíða afgreiðslu þingsins á sviði efnahagsmála. Annars vegar frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð og hins vegar mál forsætisráðherra um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipulagi Seðlabankans. Þjóðarsjóður: Flestir sem veitt hafa umsögn um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta óvæntum áföllum ríkissjóðs, hafa verið gagnrýnir á málið, ýmist á hugmyndina í heild sinni eða útfærslu frumvarpsins. Meðal gagnrýnenda eru ASÍ, Viðskiptaráð, fjármálaeftirlitið, Frosti Sigurjónsson og fleiri. Í umsögnum er meðal annars bent á að óheppilegt sé að sama aðila verði falið að annast vörslu sjóðsins, eignastýringu og annan rekstur. Brugðist hefur verið við gagnrýninni í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til þingsins. Umdeildur samruni Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Áform um sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafa hlotið töluverða gagnrýni, meðal annars frá bankaráði Seðlabankans, um að ekki fari vel á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á rannsóknum og eftirliti annars vegar og hins vegar um leið þeirri kjarnastarfsemi Seðlabankans að móta peningastefnu og vera til ráðgjafar um stjórn efnahagsmála landsins. Undir þessa gagnrýni hefur Már Guðmundsson tekið að nokkru leyti og einnig umboðsmaður Alþingis sem sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um málefni Seðlabankans sama dag og málið var lagt fram á þingi. Í frumvarpi forsætisráðherra er lagt til að seðlabankastjórar verði fjórir og stýri hver um sig aðgreindum deildum Seðlabankans. Með því fyrirkomulagi verði ólík hlutverk stofnunarinnar frekar aðgreind. Fjármálaáætlun Útlit er fyrir umfangsmiklar breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna brostinna forsendna um hagvöxt, aflabrests, samdráttar í ferðaþjónustu, falls WOW air, kjarasamninga o.fl.Listageirinn ær vegna sviðslista Frumvarp menntamálaráðherra um sviðslistir kallaði fram hörð viðbrögð úr listageiranum þegar það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.Fjölmiðlar og tjáningarfrelsi Mörg frumvörp tengd fjölmiðlum og tjáningarfrelsi eru til meðferðar í þinginu eða væntanleg til þings. Fjölmiðar hafa gagnrýnt fyrirhugaða þrengingu á myndatökum í dómsölum og áhyggjum lýst af breyttu fyrirkomulagi á birtingu dóma. Frumvarp sem fjallar um þessi atriði er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Annað mjög umdeilt frumvarp um hatursorðræðu bíður einnig meðferðar hjá nefndinni en markmið þess er að orða tiltekinn alvarleika ummæla til að þau teljist hatursorðræða. Er með frumvarpinu brugðist við gagnrýni á hatursorðræðuákvæði hegningarlagana sem leggur til dæmis bann við því að hafa megi uppi móðgangdi ummæli um trúarbrögð fólks. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt, einkum á þeim grundvelli að um tilslökun gagnvart útlendingaandúð sé að ræða. Enn eitt tjáningarfrelsisfrumvarpið lýtur að einföldun á ákvæðum um þagnarskyldu opinberra starfsmanna en flókin umgjörð um þau þykir hafa staðið því fyrir þrifum að opinberir starfsmenn geti komið á framfæri málum sem eiga erindi til almennings. Breytingar á upplýsingalögum eru til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en frumvarpið fellir bæði stjórnsýslu dómstóla og Alþingis undir gildissvið laganna. Frumvarp um breytingar á meiðyrðalöggjöfinni hefur ekki verið lagt fram á þingi en það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir nokkru. Viðbúið er að átök verði um boðað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við fjölmiðla en frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Búast má við miklum skoðanaskiptum um málið ekki eingöngu eftir flokkslínum heldur einnig innan flokka.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira