Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 15:30 Sigríður Andersen ræddi málin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna. Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Fleiri fréttir Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sjá meira
„Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna.
Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Fleiri fréttir Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sjá meira