Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 09:00 Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. Vísir/ap Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38