Jürgen Klopp: Við getum ekki haldið svona áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/ Andrew Powell Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira