Íslendingar pökkuðu í vörn í jólaneyslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 14:42 Landsmenn stilltu jólaneyslunni í hóf að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Kortavelta íslenskra heimila í nýliðnum desembermánuði nam um 86,5 milljörðum króna, sem jafngildir um 4,5 prósent aukningu frá sama mánuði árið áður. Sé þessi upphæð raunvirt miðað við þróun neysluverðs og gengis var desember þó annar mánuðurinn í röð þar sem kortavelta dróst saman á milli ára. Er það til marks um að landsmenn hafi stillt „jólagleðinni í hóf um nýliðnar hátíðir ,“ að mati greiningardeildar Íslandsbanka. „Íslensk heimili virðast nú vera að pakka í vörn í kjölfar gengislækkunar krónu og vaxandi óvissu um efnahagshorfur,“ segir í greiningu bankans og bætt við að lokaársfjórðungur síðasta árs sé sá fyrsti frá upphafsfjórðungi ársins 2013 þar sem kortavelta einstakinga dróst saman milli ára á raunvirði. Vöxtur einkaneyslunnar undanfarna fjórðunga hafi þó verið lífseigari en greiningardeildinni segist hafa gert ráð fyrir, „þrátt fyrir lækkandi væntingar, hóflegri kaupmáttarvöxt og hægari fólksfjölgun en raunin var misserin á undan.“ Það er þó mat greiningardeildarinnar að nú virðist vera að koma á daginn að heimilin séu að rifa seglin. „Kortavelta dróst örlítið saman að raunvirði á lokafjórðungi síðasta árs eftir samfelldan vöxt í tæp fimm ár. Er það að mati okkar nokkuð skýrt merki um að einkaneysluvöxtur muni reynast lítill á fjórðungnum,“ segir í mati greiningardeildarinnar sem nálgast má í heild sinni með því að smella hér. Greiningardeild Íslansbanka Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Kortavelta íslenskra heimila í nýliðnum desembermánuði nam um 86,5 milljörðum króna, sem jafngildir um 4,5 prósent aukningu frá sama mánuði árið áður. Sé þessi upphæð raunvirt miðað við þróun neysluverðs og gengis var desember þó annar mánuðurinn í röð þar sem kortavelta dróst saman á milli ára. Er það til marks um að landsmenn hafi stillt „jólagleðinni í hóf um nýliðnar hátíðir ,“ að mati greiningardeildar Íslandsbanka. „Íslensk heimili virðast nú vera að pakka í vörn í kjölfar gengislækkunar krónu og vaxandi óvissu um efnahagshorfur,“ segir í greiningu bankans og bætt við að lokaársfjórðungur síðasta árs sé sá fyrsti frá upphafsfjórðungi ársins 2013 þar sem kortavelta einstakinga dróst saman milli ára á raunvirði. Vöxtur einkaneyslunnar undanfarna fjórðunga hafi þó verið lífseigari en greiningardeildinni segist hafa gert ráð fyrir, „þrátt fyrir lækkandi væntingar, hóflegri kaupmáttarvöxt og hægari fólksfjölgun en raunin var misserin á undan.“ Það er þó mat greiningardeildarinnar að nú virðist vera að koma á daginn að heimilin séu að rifa seglin. „Kortavelta dróst örlítið saman að raunvirði á lokafjórðungi síðasta árs eftir samfelldan vöxt í tæp fimm ár. Er það að mati okkar nokkuð skýrt merki um að einkaneysluvöxtur muni reynast lítill á fjórðungnum,“ segir í mati greiningardeildarinnar sem nálgast má í heild sinni með því að smella hér. Greiningardeild Íslansbanka
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira