Sjáðu tilfinningaþrungið kveðjumyndband til Andy Murray Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 23:00 Andy Murray gengur af velli í gær. Getty/Julian Finney Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray Tennis Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Sjá meira
Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray
Tennis Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti