Enski boltinn

Gerðu legómyndband af kung-fú sparki Cantona í tilefni 24 ára „afmælisins“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona.
Eric Cantona. Getty/Ross Kinnaird
Í dag 25. janúar 2019 eru 24 ár liðin síðan að Eric Cantona missti gjörsamlega stjórn á sér eftir að hann var rekinn af velli í leik með Manchester United á móti Crystal Palace.

Eric Cantona fékk rautt spjald fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Crystal Palace. Shaw tókst að pirra Frakkann allan leikinn og veiddi hann að lokum út af.

Þetta var hins vegar ekkert venjulegt rautt vegna þess sem gerðist í beinu framhaldi þegar Cantona gekk af velli.

Eric Cantona bauð þá upp á kung-fú spark í einn áhorfandann á Selhurst Park en sá hinn sami hafði hlaupið langa leið niður stúkuna (ellefu raðir) til að reyna að pirra Frakkann enn meira.

Atvikið hafði miklar afleiðingar fyrir bæði Eric Cantona og lið Manchester United sem var þarna í ágætum málum við toppinn og að flestra mati á góðri leik með að vinna ensku deildina þriðja árið í röð. Þarna breyttist margt.  

Cantona var dæmdur í átta mánaða bann og Manchester United vann ekki enska meistaratitilinn um vorið. Þetta er eina tímabilið frá 1991 til 1997 þar sem Cantona varð ekki enskur meistari. Cantona kom aftur til baka í lok september 1995 og Manchester United endaði á að vinna tvöfalt um vorið. Cantona skoraði 14 mörk í deildinni 1995/96 og sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum.

Cantona vann titilinn með Leeds vorið 1992 og varð svo fjórum sinnum meistari með Manchester United eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Hann vann einnig tvöfalt 1994 og 1996.

Í tilefni af 24 ára afmæli þessa fræga kung-fú sparks Cantona þá setti Guardian saman legómyndband af því sem gerðist þetta kvöld á Selhurst Park.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×