Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 16:11 Ingibjörg Saga Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Fréttablaðið/Eyþór Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31