Næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2019 13:14 Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum. Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira