Gobert setti troðslumet í sigri á Phoenix Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 07:45 Gobert kann að troða boltanum vísir/getty Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144 NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum